VIÐHORF GESTA TIL SÝNINGARINNAR AMAZING HOME SHOW SEM HALDIN VAR Í LAUGARDALSHÖLL DAGANNA19. TIL 21. MAÍ 2017 

MARKMIÐ OG FRAMKVÆMD

Könnunin var gerð fyrir sýninguna AMAZING HOME SHOW 2017. Tilgangur hennar var að draga fram viðhorf gesta til sýningarinnar.

 

Markmið könnunarinnar var að fá svör við eftirfarandi atriðum:

  • Komast að því því hvað gekk vel og hvað mátti betur fara í framkvæmd sýningarinnar.

  • Komast að því hvernig megi efla sýninguna á árinu 2018.

Hvernig var könnunin unnin?

Framkvæmdatími.......................23. maí til 25. maí 2017.

 

Gagnaöflun……………………….....Viðhorfskönnunin var framkvæmd með vefkönnunarviðmótinu (SurveyMonkey.com).                                                     Vefslóð á könnunina var send á skráða þátttakendur þann 23. maí 2017.

                                              Ein hvatning var send 24. maí til að minna á að svara könnuninni.

 

Heildarþýði…………………………. Allir sem komu á sýninguna AMAZING HOME SHOW 2017.

 

Úrtak………………………………….Allir sem skráðu sig á netfangalista sýningarinnar. Það var hægt á heimasíðu                                                             sýningarinnar tveimur vikum fyrir sýningu og fram að sýningu og einnig var hægt að                                                     skrá sig á sýningunni sjálfri.  

                                              Samtals voru það 1.073 þátttakendur.  

 

Úrtaksstærð............................Þeir sem svöruðu könnuninni.

Heildarfjöldi svarenda...... 466 

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

​KYN:

77,7% svarenda voru konur.

​​

ALDUR:

  4,3% voru á aldrinum 17 - 25 ára.

15,9% voru á aldrinum 26 - 35 ára.

27,9% voru á aldrinum 36 - 45 ára.

29,0% voru á aldrinum 46 - 55 ára.

22,1% voru eldri en 56 ára.

 

82,4% svarenda kom af stór Reykjavíkursvæðinu.

  6,0% kom af suðurlandi

​​

90,1% svarenda urðu var við auglýsingar eða umfjöllun um sýninguna. 

           68,7% þeirra urðu var við auglýsingar eða umfjöllun á Facebook

           40,0% urðu var við auglýsingar eða umfjöllun í Fréttablaðinu.

           20,0% þeirra urðu var við auglýsingar eða umfjöllun hjá RÚV

 

72,2% svarenda fannst vöru- og þjónustubreiddin á sýningunni ,,Mjög góð" eða ,,Góð".    

           18,5% svöruðu ,,Hvorki/né"

40,3% svarenda fannst þemað ,,Nútímaheimilið" höfða best til sín.

29,0% svarenda fannst þemað ,,Framkvæmdir og viðhald" höfða best til sín og

11,3% fannst þemað ,,Fjölskyldan" höfða best til sín.     

 

68,7 svarenda voru ,,mjög ánægðir" eða ,,ánægðir" með sýninguna í heild sinni. 

18,5% svöruðu ,,Hvorki / né"

28,3% svarenda keyptu vörur og/eða þjónustu á sýningunni.