SKILMÁLAR OG HANDBÓK

FYRIR LIFANDI HEIMILI 2019 SEM HALDIN VERÐUR Í

LAUGARDALSHÖLL 17. TIL 19. MAÍ 2019.

 

Heimilissýningin LIFANDI HEIMILI 2019 er sölusýning. 

Sýningunni verður skipt upp í fjögur svæði: 

 

1. Nútímaheimilið, allt fyrir lifandi heimili, úti sem inni

2. Barnið, sýning fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

   

Á sýningunni verður lögð áhersla á að kynna og selja vörur og þjónustu fyrir nútímaheimilið, allt fyrir endurbætur húsnæðisins, kynnt það nýjasta í húsgögnum, lausnir fyrir heimilið, framkvæmdum og viðhaldi, hönnun og nýsköpun og einnig verður fleira áhugavert sem verður að finna á sýningunni fyrir fjölskylduna. 

Samhliða sýningunni verða skemmtilegar kynningar og dagskrá fyrir unga sem aldna þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.    

Vista Expo er ábyrgðar- og framkvæmdaraðili sýningarinnar, hér eftir nefnt sýningarstjórn.  

Heimasíða sýningarinnar er á slóðinni: www.lifandiheimili.is þar sem er að finna frekari upplýsingar um sýninguna.

 

1.gr. Uppsetning sýningarbása

Gólfsvæði með stöðluðu sýningarkerfi

Þeir sýnendur sem leiga gólfpláss með sýningarkerfi / bás, fá básinn sinn tilbúinn fimmtudaginn 16. maí kl. 08:00 til að stilla upp og skal uppstilling vera að fullu lokið fyrir kl. 12:00 föstudaginn 17. maí 2019.

 

Sýnendur geta unnið við sína bása á eftirfarandi tímum:

Fimmtudagur, 16. maí.  Frá kl. 08:00 til kl. 22:00.

Föstudagur, 17. maí.  Frá kl. 08:00 til kl. 12:00  

 

Gólfsvæði ÁN staðlaðs sýningarkerfis

Þeir sem leigja gólfpláss án sýningarkerfis geta komið inn kl. 08:00 miðvikudaginn 15. maí í samráði við sýningarstjórn og byrjað að setja upp sitt sýningarsvæði.

 

Sýnendur geta unnið við sína bása á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur, 15. maí.  Frá kl. 08:00 til kl. 22:00.

Fimmtudagur, 16. maí.  Frá kl. 08:00 til kl. 22:00.

Föstudagur, 17. maí.     Frá kl. 08:00 til kl. 12:00  

 

Sýningin verður formlega opnuð föstudaginn 17. maí 2018 kl. 15:00.

Sýnanda ber að klára uppsetningu og frágang á uppsettum tíma þar með talið þrif á og í kringum sýningarbás.

Ef sýnandi þarf meiri tíma til uppsetningar þarf að semja um það sérstaklega við sýningarstjórn. Efni í sýningarbása þarf að koma tilbúið til uppsetningar inn í Laugardalshöllina. Ekki er heimilt að smíða/saga eða mála leikmyndir eða annað efni innandyra nema í samráði við sýningarstjórn. Sé þörf á minniháttar lagfæringum á staðnum er sýnandi beðinn um að gera það utandyra í samráði við sýningarstjórn.

Sýnanda er bent á að hafa meðferðis brettatjakk eða hjólavagna ef þess gerist þörf vegna flutnings inn á sýningarsvæði. Rafmagnstjakkar eru bannaðir þar sem þeir hafa valdið tjóni á gólfefni í húsinu. Einungis er leyfilegt að nota GAFFER límband ef festa þarf eitthvað með límbandi.

Ávallt skal leita til sýningarstjórnar varðandi ráðleggingar með upphengingar í húsinu.

Gert er ráð fyrir að almenn ljós í lofti Laugardalshallar verði dempuð eða slökkt meðan á sýningu stendur.  Ljós í sýningarbásum eru því afar mikilvæg auk þess sem að gangvegir verða sérstaklega upplýstir.

2.gr. Gólfpláss með sýningarkerfi (bás)

Gólfpláss með sýningarkerfi (bás) verða afmarkaðir með 2,5 metra háum skilveggjum með skyggni og lýsingu í bás og merkingu fyrirtækis. Ein merking, þ.e. nafn fyrirtækisins er sett á skyggni hvers sýningarbáss, tvær merkingar á hornbása og er það innifalið hafi verið pantað sýningarkerfi með gólfsvæði.  Eitt ljós er innifalið á hvern 2,5 fm gólfpláss. Þannig eru t.d. a.m.k. fjórir ljóskastarar í 10 fm bás.

3.Hæð bása

Stöðluð hæð sýningakerfabása er 2,5 metrar.   Hægt er að fara hærra með bása en þarf þá að upplýsa og taka ákvörðun um slíkt í samvinnu við sýningarstjórn.

4.Léttar veitingar

Áfengis- og veitingasala er bönnuð í sýningarbásum, en heimilt er að gefa sýnishorn og smakk í básum.  Föstudagurinn 17. maí er fyrirtækjadagur (B2B dagur).  Léttar veitingar verða á boðstólum við opnun sýningarinnar og jafnframt er sýnendum heimilt að bjóða sínum viðskiptavinum upp á veitingar á gólfsvæði sínu á föstudeginum, (fyrirtækjadagur).  Sýnendum ber að virða þau aldurstakmörk sem gilda.

5.gr. Undirbúningsfundir fyrir sýnendur

Haldnir verða tveir undirbúningsfundir fyrir sýnendur þar sem farið verður yfir skipulag sýningarinnar og áherslur.

Þar verður m.a. farið yfir þá þjónustu sem sýnendum stendur til boða fyrir sýninguna auk þess sem góð ráð verða gefin varðandi uppstillingu sýningarsvæðis og hvernig hægt sé að ná betri árangri í sölu o.fl. 

Fyrri undirbúnings fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 2. apríl nk. kl. 10:00 – 12:00 í Laugardalshöll ( salur 1 – inngangur A).

Seinni fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl frá kl. 10:00 til 12:00 í Laugardalshöll á sama stað.

6.Flóttaleiðir

Sýnendum er bent á að það að óheimilt er að hindra flóttaleiðir og þar með talið gangvegi sýningar.

7.gr. Gólfefni

Sýningarsalur verður teppalagður grá svörtum teppaflísum sem Laugardalshöll útvegar og sér um að setja á og taka af. Ekki er leyfilegt að klippa, skera eða skrúfa í teppaflísar og ber sýnandi kostnaðarábyrgð sé það gert.    

Sýnendur geta sett á gólfsvæði sitt (ofan á gólfteppi hallarinnar ) sitt eigið gólfefni eða samið um slíkt við þjónustuaðila sýningarinnar sem er Merking – Expo ehf.

8.gr. Þyngdartakmarkanir og upphengingar

Mismunandi þyngdartakmarkanir eru á gólfi hússins svo ef færa á hlut sem er þyngri en 1.000 kg. skal það gert í samráði við verkefnisstjóra Laugardalshallarinnar sem er Arna Kristín Hilmarsdóttir 618 3138. 

Ef hengja á í loft hússins skal það gert í fullu samráði við sýningarstjórn á kostnað sýnanda, sjá gjaldskrá. Öll meðferð lyftubúnaðar eða lyftara er bönnuð nema í fullu samráði við starfsmenn Laugardalshallarinnar og sýningastjórn.

Sýnendum er óheimilt að fara uppí göngubrú í lofti, öll vinna sem fara þarf fram í lofti skal gerð í samráði við sýningarstjórn og verkefnastjóra ÍSH.

9.gr. Útisvæði sýningarinnar

Hluti af sýningarsvæðinu fer fram austan megin við Laugardalshöllinnina.   Þar verður stúkað af svæði með girðingum og gengið inn og út af útisvæðinu í gegn um miðhurðina austan megin við Laugardalshöllina.  

10.gr. Sýningardagar og tími

Sýningin er opin sem hér segir:

Föstudagur, 17. maí, frá kl. 15:00 til 20:00. 

Laugardagur, 18. maí, frá kl. 11:00 til 18:00.

Sunnudagur, 19. maí frá kl. 11:00 til 17:00.

 

Föstudagurinn er fyrirtækjadagur (B2B) þar sem aðilum fyrirtækja er sérstaklega boðið. 
Laugardagur og sunnudagur er síðan sérstaklega tileinkaður almenningi.

 

12.gr. Sorp og þrif

Gámaþjónustan er þjónustuaðili sýningarinnar.  Sorpgámar verða staðsettir vestan megin við Laugardalshöllina fyrir sýnendur.  140 lítra sorptunnur verða á völdum stöðum innan sýningarsvæðis sem ætlaðar eru fyrir gesti sýningarinnar til að losa sig við sorp.  

Þeir sýnendur sem bjóða upp á vöru án endurgjalds og neytt er á staðnum skulu hafa sorpílát á sínu sýningarsvæði og tæma þegar þess þarf í gámanna vestan vegin við Laugardalshöllina.   

Sýnendur eru vinsamlegast beðnir um að láta sýningarstjórn vita ef tæma þarf ruslaílát á gangvegum nálægt þeim.

Sýningarstjórn bíður sýnendum upp á þrif á bás milli sýningardagana, sjá verðskrá. Gólfsvæði sýningarsvæðisins er þá ryksugað og ruslaílát tæmd eftir að sýningu er lokað á föstudegi og laugardegi.

13.gr. Hávaðatakmörkun

Gert er ráð fyrir dagskrá á sýningunni sem að mestu leyti fer fram á sviðinu.  Þar er gert ráð fyrir áhugaverðum dagskrárliðum fyrir gesti sýningarinnar.  Sýningarstjórn mun setja upp dagskrá og jafnframt gefst sýnendum kostur á að vera með atriði eins og vörukynningar á áhugaverðum vörum.  Þeir sem eru áhugasamir um slíkt vinsamlegast hafið samband við sýningarstjórn. 

14.gr. Öryggisgæsla

Sýningarstjórn verður með öryggisgæslu meðan uppsetningu sýningarinnar stendur, meðan á sýningu stendur og einnig þegar niðurtaka sýningakerfa og búnaðar fer fram.    

Sýnendur fá úthlutað hálsbandi með merkingum sem ber að vera með, bæði meðan á uppsetningu sýningarinnar stendur, einnig meðan sýningin stendur og þegar samantekt búnaðar á sér stað.  

Sýnendur eru hvattir til að gæta að sínu nánasta umhverfi og vera vakandi yfir öðrum óæskilegum umgangi á básum. Öryggiskerfi Laugardalshallar verður virkt á meðan engin starfsemi er í húsinu. Sýningarstjórn eða Laugardalshöll tekur ekki ábyrgð á þeim vörum, munum og tækjum sem leigutaki flytur inn í húsið. Sýnanda er bent á að taka með sér verðmæti milli opnunartíma sýningar og skilja sýningarbás ekki eftir ómannaðan á meðan sýningu stendur.

15.gr. Eldvarnir

Allir sýningarbásar og leikmyndir þurfa að vera í samræmi við bruna- og byggingareglugerð.
 

Sýningastjórn útvegar slökkvitæki á gangvegi sýningarsvæðis og tryggir að þau séu til staðar samkvæmt brunareglugerð. 

Hvert sýningarsvæði (bás) skal, samkvæmt brunareglugerð að vera með að lágmarki eitt slökkvitæki.

16.gr. Bílastæði

Sýnendur er beðnir um að leggja bifreiðum sínum ekki fyrir framan Laugardalshöll meðan á sýningu stendur. Næg bílastæði eru við Skautahöllina, Þróttaraheimilið, Laugardalsvöll eða sunnan við frjálsíþróttahöllina. Þetta á ekki við þegar uppsetning og samantekt stendur yfir.

17.gr. Greiðslur

Sýnandi samþykkir að greiða umsamið verð.  ​

Við skráningu á gólfsvæði innheimtist kr. 50.000 auk vsk sem er óafturkræft skráningargjald sem gengur upp í heildarkostnað sýnanda.

Fullnaðargreiðsla skal hafa verið greidd í síðasta lagi 10. maí 2019.

18.gr. Húsverðir Laugardalshallarinnar

Húsverðir á vegum Laugardalshallar verða á staðnum meðan á sýningu stendur og þegar uppsetning og niðurtekt sýningarbása fer fram. Hlutverk þeirra er að opna og loka húsinu, kveikja og slökkva á ljósum, fylgjast með loftræstingu og hafa eftirlit með salernisrýmum og öðrum almenningsrýmum.

 

Starfsmönnum Laugardalshallarinnar er ekki heimilt að lána sýnendum verkfæri eða húsbúnað í eigu Laugardalshallar.   Allur búnaður í eigu Laugardalshallar er leigubúnaður, hægt er að leigja þann búnað sem til er, þarf að gera í samráði við verkefnastjóra

19.gr. Í lok sýningar

Niðurtaka sýningarbása hefst strax að sýningu lokinni, sunnudaginn 19. maí milli kl. 17:00 og kl. 23:00 og einnig á mánudeginum frá kl. 08:00 til 14:00.  Óheimilt er að hefja samantekt fyrr en sýningu lýkur. 

Leigutaki er ábyrgur fyrir að hreinsa allt rusl úr sínum sýningarbás að sýningu lokinni í þar til gerða gáma sem staðsettir verða í sal og fyrir utan húsið. Ef sýnandi stendur ekki við ákvæði um tiltekt mun sýningarstjórn innheimta kostnað sem hlýst vegna tiltektar í sýningarbás sýnanda.
Ef sýnandi telur sig þurfa lengri tíma við niðurtekt þarf hann að semja um það sérstaklega við sýningarstjórn.

20.gr.  Framleiga sýningarsvæðis

Sýnanda er óheimilt að framleigja eða veita öðru fyrirtæki / einstakling aðgang að umsömdu sýningarsvæði.

21.gr. Internet í Laugardalshöll

Innifalið í fastaverðinu er þráðlaust net er fyrir alla sýnendur. Vinsamlega fáið lykilorð hjá sýningarstjórn.

22.Internet, Föst nettengning

Hægt er að fá fasta nettengingu fyrir staka bása og er það fyrirtækjasvið Símans sem sér um þá þjónustu.

23.gr. Uppröðun sýningarbása

Sýningarstjórn áskilur sér rétt til breytinga á uppröðun eða fyrirkomulagi sýningarbása fram að sýningardag.

24.gr. Kynning og PR sýningarinnar

Sýningin verður kynnt á helstu samfélagsmiðlunum, í fjölmiðlum og víðar sem kostað er af sýningarstjórn.  Við hvetjum sýnendur til að kynna sýninguna fyrir sínum viðskiptavinum og velvildaraðilum.   Sýningarstjórn er þó ekki ábyrg fyrir mætingu gesta á sýninguna. 

25.gr. Tryggingar

Sýnandi er ábyrgur fyrir að hafa gildar ábyrgðartryggingar vegna vinnu verktaka og eða starfsmanna á vegum sýnanda. Sýnandi getur verið ábyrgur gagnvart sýningarstjórn, öðrum sýnendum, starfsmönnum og gestum á meðan að uppstilling, niðurtekt og á meðan á sýningunni stendur.